Skýrslur

Betri yfirsýn yfir innheimtuna með skýrari gögnum

Í netbankanum getur þú fylgst með því á myndrænan hátt hvernig greiðslur skila sér, greint greiðsluhegðun og sundurliðað greiðslur á einfaldan máta. Í stjórnborðinu getur þú hæglega breytt og síað framsetningu gagnanna og þannig fengið góða yfirsýn yfir framgang kröfuinnheimtunnar og hvað sé að valda vandræðum.

Skýrslurnar eru einfaldar í notkun og auðskiljanlegar. Enga sérstaka þekkingu eða þjálfun þarf til að nota þær, aðra en skilning á tölunum að baki innheimtu þíns fyrirtækis.

Innskráning í netbanka

Myndræn sundurliðun

Gögnin í stjórnendaskýrslum netbankans eru sett fram á myndrænan og skipulegan hátt. Þannig er hægt að sjá á fljótlegan og skiljanlegan máta þróun greiðslna í tíma og fylgjast með hvernig innheimta gengur. Til að fá betri skilning má skoða betur einstök tímabil og smella á tölurnar til að skoða hvaða viðskiptavinir eru á bak við einstakar greiðslur.

Fylgstu með greiðsluhegðun

Með því að hafa yfirsýn bæði yfir greiðsluhegðun stakra viðskiptavina og hvernig kröfuinnheimta gengur almennt getur þú fylgst betur með því hverjir eða hvað veldur helst töfum og kostnaði í innheimtunni.

T.d. má sjá á hvaða tímabilum innheimtan gengur best eða verst, hverjir eru líklegastir til að greiða seint, hverjir valda helst kostnaði vegna kröfubreytinga á borð við dráttarvaxta- og eindagabreytingar, o.s.frv.

Stýrðu innheimtunni eftir því hvað reynist best

Með aukinni yfirsýn og greinarbetri skilningi á því hvernig innheimtan gengur má grípa til aðgerða til að bregðast við því sem miður gengur og bæta í aðferðir sem skila árangri. Þannig má svo dæmi sé tekið stilla milliinnheimtureglur eftir því hvað helst skilar árangri og fylgjast grannt með stökum viðskiptavinum sem valda kostnaði og setja upp sérstakar innheimtureglur til að bregðast við tiltekinni greiðsluhegðun.

Fáðu leiðbeiningar um notkun netbankans

Ef þú hefur áhuga á nánari útskýringum og leiðsögn við notkun netbanka fyrirtækja taka sérfræðingar okkar við fyrirspurnum og veita ráðgjöf en auk þess getur þú leitað aðstoðar í útibúi þínu, Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans í Borgartúni 33 eða sent okkur tölvupóst á netfangið netbanki@landsbankinn.is.

Tengt efni