Prentun og útsendingar

Prentun og útsendingar

Útgefendur krafna ráða því sjálfir hvort kröfurnar séu líka prentaðar á greiðsluseðla eða annan pappír. Velji útgefendur að prenta seðlana er unnt er að velja um nokkrar leiðir fyrir prentun og útsendingar á greiðsluseðlum. Við útgáfu greiðsluseðla er algengt að bankinn prenti út og sendi greiðsluseðla fyrir hönd útgefenda og er þá um að ræða staðlaða útprentun.

Stórtækir kröfuhafar leita í vaxandi mæli til þriðja aðila, svo sem til prentsmiðja sem bjóða upp á móttöku kröfuskráa. Með þeim hætti er um leið hægt að prenta sérsniðin markaðsskilaboð og auglýsingaefni.

Sendi kröfuútgefendur reikninga og fylgiskjöl samhliða greiðsluseðlum er algengt að prentun og pökkun fari fram hjá kröfuhafa. Undir slíkum kringumstæðum er kröfuhafinn gjarnan með forprentaðan seðil úr ritfangaverslun eða prentsmiðju og í netbankanum er innbyggt prentforrit sem útbýr pdf-skjal fyrir valdar kröfur. 

Tökum sem dæmi kröfuhafa með 50 kröfur; hann velur allar nýstofnuðu kröfurnar í innheimtuyfirlitinu, smellir á pdf-hnappinn og þá myndast 1 stk. pdf-skjal sem inniheldur 50 blaðsíður, eina fyrir hvern seðil. Skjalið inniheldur eingöngu svarta prenthlutann og passar hann á flesta forprentuðu seðlana sem nú bjóðast.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.