VSK-skil

Skil á virðisaukaskattsskýrslum - VSK-skil

Mögulegt er að skila virðisaukaskattskýrslum rafrænt og greiða þær í gegnum netbankann. Ávinningur af rafrænum skilum er margþættur. Það sparar tíma að skila skýrslu og greiða á netinu. Villuprófun kemur í veg fyrir innra ósamræmi í skýrslunni og svo eru rafræn skil opin allan sólarhringinn.

Helstu kostir

  • Veflykilinn er hægt að vista.
  • VSK-skil eru villuprófuð.
  • Álag og greiðsla reiknuð.
  • Mögulegt að greiða strax eða velja greiðsludag síðar.
  • Eldri skýrslur eru aðgengilegar.
  • Meira öryggi.

VSK-númer sem skráð eru á kennitölu birtast séu þau fleiri en eitt. Fyrirtæki og einstaklingar sem hafa áður skilað á netinu í gegnum vefskil ríkisskattstjóra geta skráð sinn veflykil og vistað hann þannig.

Sótt er um veflykil fyrir rafræn skil á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Það er gert með því að skrá sig inn á skattur.is á varanlegum aðalveflykli og undir liðnum Vefskil er boðið upp á að sækja um rafræn skil með einum smelli. Umsækjandi fær þá veflykil fyrir virðisaukaskatt, sem er virkur strax við úthlutun.

Þegar VSK-skýrsla er fyllt út og henni skilað birtast upplýsingar um álag og hvað er til greiðslu. Við gagnaskilin stofnast samstundis innheimtukrafa. Gjöldunum telst skilað á þeirri stundu sem krafan er greidd. Mögulegt er að greiða strax eða velja greiðsludagsetningu fram í tímann.

Hægt er að skoða skýrslur sem búið er að skila í gegnum netbankann aftur í tímann.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.