Sjóðspottur og nettunarþjónusta

Sjóðspottur

Með Sjóðspotti býðst notendum að sameina ávöxtun allra reikninga undir einn samstæðureikning. Sjóðspottur er þjónusta sem hentar fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum með dreifða starfsemi og/eða með tengd dótturfélög.

Meginþættir kerfisins eru:

 • Innbyggt yfirdráttarkerfi sem gerir móðurfélagi eða fjármálastjóra kleift að veita tengdum dótturfélögum eða sviðum/deildum lán í formi yfirdráttar af samstæðureikningi.
 • Landsbankinn veitir notendum aðgengi að kerfinu en kemur ekki að öðru leyti að þessum lánum.
 • Vaxtaútreikningi er skilað inn í kerfið til allra tengdra aðila og eru þær upplýsingar hluti af þjónustu í Sjóðspotti.
 • Stjórnandi sjóðspotts hefur yfirsýn yfir alla tengda reikninga á meðan aðrir notendur hafa eingöngu yfirsýn yfir þá reikninga sem tilheyra þeim sérstaklega.

Nettunarþjónusta

Nettunarþjónusta millifærir fjárhæðir sjálfkrafa á milli eigin reikninga notenda. Notendur skilgreina og stýra þjónustunni sjálfir að mestu leyti og geta breytt henni að vild. Í upphafi Nettunarþjónustu er reikningum breytt í svokallaða Nettunarreikninga og allir reikningar þannig skilgreindir sem eiga að geta tengst þjónustunni í upphafi.

Meginþættir kerfisins eru:

 • Sjálfvirkar millifærslur
 • Nettun að núlli
 • Nettun að upphæð
 • Nettun til baka

Helstu kostir:

 • Fyrirtæki geta haft verulegt hagræði af Nettunarþjónustu. Einkum er sóst eftir hærri vaxtareikningi þar sem sjóður er gjarnan ávaxtaður á aðalreikningi yfir nótt. Þá er hægt að koma í veg fyrir yfirdrátt með réttri notkun á núllun. Með núllun er átt við að reikningar sem fara í mínus yfir daginn eru réttir af fyrir uppgjör gagnvart banka.
 • Nettunarþjónusta býður stjórnendum upp á umhverfi þar sem hægt er að stilla upp Nettunarþjónustu eða afnema þjónustu á einfaldan hátt. Þá er hægt að koma skilaboðum áleiðis til umsjónarmanna Nettunarreikninga í hvert skipti sem nettun á sér stað.
 • Nettunarþjónusta getur verið sjálfvirk að öllu leyti og hægt er að setja upp ótakmarkaðan fjölda nettunarfærslna innan skilgreinds tímabils.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

 • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
 • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.