Ógreiddir reikningar

Ógreiddir reikningar

Í yfirliti yfir ógreidda reikninga birtist listi yfir alla ógreidda reikninga sem stofnaðir hafa verið á kennitölu fyrirtækisins og tengdra aðila.

 • Auðvelt og fljótlegt er að færa kröfur til greiðslu.
 • Hægt er að  skilgreina greiðsludag fram í tímann sem bókast kl. 10.00 á þeim degi.
 • Í netbankanum má stofna beingreiðslusamninga út frá kröfunum og fylgjast með gildandi samningum og sömuleiðis að slökkva á þeim.
 • Í yfirlitinu er einnig hægt að merkja kröfurnar þannig að þær greiðast sjálfkrafa á eindaga. Lendi eindagi á helgi eða rauðum degi eru greiðslufyrirmælin sjálfkrafa færð yfir á næsta virka dag á undan þannig að komist verði hjá kostnaði.
 • Hægt er að leita að kröfum eftir útgefanda og leitartexta.
 • Valkröfur og beingreiðslur eru sérmerktar.
 • Hægt er að fela reikninga og beingreiðslur.
 • Hægt er að hafna öllum valkröfum í einu.
 • Samstæðufélög geta haft sameiginlegan aðgang að ógreiddum kröfum. Í yfirliti ógreiddra krafna velur viðskiptavinurinn það félag sem hann vill vinna með hverju sinni og sýnir netbankinn þá heildarfjárhæðina fyrir hvorutveggja í senn; valið félag og öll félögin í heild.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

 • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
 • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.