Launagreiðslur

Launagreiðslur

Launagreiðslur eru meðhöndlaðar sérstaklega í netbanka fyrirtækja. Launagreiðsluhlutinn gerir fyrirtækjum kleift að sjá um launagreiðslur, stofna, eyða og laga launalista, skrá launþega og senda launaskrár. Þetta hentar einkar vel fyrirtækjum sem ekki hafa eigið launaútgreiðslukerfi.

Launagreiðsluréttindi eru af tvennum toga; notandi getur haft full réttindi eða takmörkuð. Full réttindi merkja að notandinn hefur óheftan aðgang að persónugreinanlegum launaupplýsingum á meðan notandi með takmörkuð réttindi sér eingöngu heildarfjárhæð launa og heildarfjölda launagreiðanda í launagreiðsluferlinu og annarri umsýslu eftirá. Þetta kemur sér vel þegar fleiri en einn starfsmaður fyrirtækisins annast launavinnsluna.

  • Launagreiðslur er hægt að senda inn stakar eða í bunkum og eru framkvæmdar á svipaðan hátt og aðrar greiðslur.
  • Greiðslurnar eru auðkenndar sérstaklega sem launagreiðslur í yfirlitum.
  • Notendur geta nálgast yfirlit yfir greidd laun þegar þörf er á.
  • Greiðsluskrár er hægt að taka beint úr launakerfum og færa til bókunar í netbanka fyrirtækja. Viðskiptavinir geta einnig stofnað launagreiðslur með Excel skjali og sent í netbankann.
  • Hægt er að leita að launum eftir upphæðum, kennitölu og nafni launþega.
  • Ef launagreiðsla er stillt fram í tímann framkvæmist hún kl 9:00 á viðkomandi degi.
  • Hægt er að stofna ‚þekkta viðtakendur‘ (launþega) í kerfinu.

Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.