Leiðbeiningar og ráðgjöf

Leiðbeiningar og ráðgjöf

B2B myndskeið
Þjónusta


Innheimta   Stofna kröfu | 01:16 mín

  Breyta kröfu | 01:08 mín

  Niðurfella kröfu | 00:35 mín


Greiðslur   Stofna innlendan greiðslubunka | 01:19 mín

  Fyrirspurn á greiðslubunka | 00:33 mín


Bankareikningar   Sækja hreyfingar á bankareikningum | 01:16 mín

  Skoða stöðu og hreyfingar á bankareikningum | 00:51 mín


Gengi   Sækja gengi | 01:37 mín


Ráðgjöf

Handbók fylgir tengingunni, bæði á íslensku og ensku. Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Landsbankans svarar góðfúslega öllum almennum spurningum notenda í síma 410 5000 og að auki geta notendur sent tæknilegri fyrirspurnir á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Ráðgjöfin er gjaldfrjáls.

Til að auðvelda forriturum að skrifa sig á móti B2B vefþjónustu Landsbankans hefur bankinn gefið út einfalt sýniforrit með þremur uppsettum aðgerðum. Það inniheldur forritskóða sem sýnir útfærsluna sem forritarinn leggur til grundvallar við endanlega hönnun í bókhaldskerfinu og / eða notar til prófunar á samskiptum við Landsbankann. Tilgangurinn er m.a. að auðvelda virðismat og innleiðingarákvörðun hugbúnaðarfyrirtækja auk þess sem forritið hentar einkar vel til að finna villur í hugbúnaðarsmíði (e. debug). Sýniforritið er .exe skrá og má hlaða hér niður án endurgjalds. Af hagkvæmnisástæðum eru hnappar, skýringartextar og aðgerðir á ensku. Forritið virkar ekki í sambankaskemanu.

Aðgerðirnar þrjár

Leitast er við að hafa sýniforritið sem einfaldast. Auk inn- og útskráningar, inniheldur forritið þrjár aðgerðir:

  • Senda rafræn skjöl   -  Electronic Documents
  • Millifærsla milli bankareikninga   -  Straight-Through-Process Payments (STP greiðslur)
  • Sækja gengisyfirlit   -  Currency Rates

Aðgerðirnar þrjár eru valdar af kostgæfni: Rafrænu skjölin eru á ýmsan hátt frábrugðin venjulegum skeytum, STP greiðslur eru tiltölulega nýlegar hérlendis og gengisyfirlitið er hér bara vegna einfaldleikans, t.d. bara til að prófa einfalda inn- og útskráningu.

Stuðningur er við bæði mjúk og hörð skilríki. Þeim má sömuleiðis sleppa, nema í tilviki viðstöðulausra greiðslna (STP greiðslna); þá er bankastaðfestingar ávallt krafist innan kerfisins. Nánar er fjallað um notkun forritsins í þeim köflum handbókarinnar sem við á hverju sinni.

Sækja sýniforritið