Fréttir

15. janúar 2019 09:44

Endurnýjun á B2Bws skilríki Landsbankans 16. janúar 2019

Miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 9.00 rennur út gildistími skilríkjanna sem Landsbankinn notar í rekstri B2Bws þjónustunnar (einnig þekkt sem IOBWS eða sambankaskema). Hugbúnaðarfyrirtæki og aðrir aðilar sem þjónusta B2Bws kerfi viðskiptavina bankans þurfa að grípa til ráðstafana vegna þessa. Hér að neðan eru stuttar leiðbeiningar sem geta orðið að gagni.

Vissulega er ekki um tæmandi lýsingu að ræða þar sem skilríkjavísanir geta verið ólíkar eftir forritum, forritunarmálum og stýrikerfum.

Slóðir á nýja skilríkið

Yfirleitt er nóg að skipta út .p7b skránni eða .cer skránni:

Ekki stoðar að skipta út skránni fyrr en miðvikudaginn 16. janúar 2019.

Ferlið er annars þannig:

  1. Smella hér á "Open"


  2. Velja "Allow"


  3. Tvísmella fyrst á "Audkennisrot", fara í gegnum allt ferlið og taka því næst "Traust audkenni" og svo "Traustur bunadur" á sama hátt.


  4. Þá opnast certificate > veljum þar "Install certificate"


  5. Ýta á "Next" og gera þetta fyrir "Audkennisrot", "Traust audkenni" og "Traustur bunadur".


  6. Nú er komið að því að niðurhala skírteini sem heitir landsbankinn hf.. Þá er valið"Install certificate".


  7. Hér er "Place all certificates in the following store" valið og browsað eftir "Trusted people".


  8. Þá ætti þetta að vera komið.

Nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar í þjónustusímanum 410 9090 og í netfanginu fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar