Fréttir

22. febrúar 2018 10:26

Fróðleikshornið: Óheimil tákn í tilvísunarsvæðum greiðslna

Með árunum hafa reglur um notkun tákna í tilvísunarsvæðum greiðslna verið hertar. Séu óheimil tákn í greiðsluskeyti birtist greiðandanum villulýsing á borð við: "Tilvísunarsvæði inniheldur eitt eða fleiri ólögleg tákn".

Innihald tilvísunarsvæðisins virðist gjarnan saklaust við fyrstu sýn, samanber <Reference>--12345</Reference>.

Samkvæmt núgildandi reglum eru óheimil tákn þessi:

  • '   Úrfellingarkomma
  • "   Gæsalappir af öllu tagi
  • \   Afturhallandi skástrik
  • /   Framhallandi skástrik
  • -   Bandstrik af öllu tagi
  • ;   Semíkomma

Reglurnar gilda jafnt um vefþjónusturnar tvær, ásamt netbanka fyrirtækja og netbanka einstaklinga.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar