Fréttir

12. febrúar 2018 15:11

Fróðleikshornið: Um samtímauppgjör í innheimtu

Svonefnt samtímauppgjör er valkvæð þjónusta innan innheimtukerfis Landsbankans. Um er að ræða sjálfvirka uppskiptingu kröfugreiðslna, þar sem tveir eða fleiri aðilar fá samstundis hver sinn hlut.

Nú um mundir fagnar samtímauppgjörið 10 ára afmæli. Þjónustan naut strax vinsælda og hafa henni verið gerð skil í handbókum og öðru ítarefni á vefnum.

Í tilefni afmælisins er hugbúnaðarfyrirtækjum og öðrum þeim sem þjónusta viðskiptavini Landsbankans bent á upplýsingasíðu um samtímauppgjörið.

Skoða vefsíðu um samtímauppgjör

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar