Fréttir

02. febrúar 2018 11:06

Aðgengilegri möppun skráarendinga fyrir rafræn skjöl

Svonefnd möppunartafla skráarendinga er komin hér á Þjónustusíður B2B en til þessa hefur henni aðallega verið dreift í tölvupósti og jafnvel símleiðis.

Taflan uppfærist eftir þörfum hverju sinni og nýtist fyrirtækjum sem eru að senda sín fyrstu rafrænu skjöl í Birtingarkerfið eða eru að fjölga skjala-tegundum.

Möppunin sem slík er ekki ný af nálinni, hún leit dagsins ljós fyrir meira en áratug og þekkja margir sendendur til hennar.

Fróðleikshornið

Möppunin gerist þegar skjalasendingin millilendir örkotsstund hjá Landsbankanum á ferðalagi sínu frá sendanda til Birtingakerfis Greiðslu-veitunnar (sem RB rekur) og þaðan til viðtakanda í hvaða íslenska banka sem er.

Dæmi úr töflunni:

  • Til að framkalla skráarendinguna "IP",
    þarf að setja FYLGISKJAL6 í svæðið <tegund>
  • Til að framkalla skráarendinguna "RM",
    þarf að setja FYLGISKJAL8 í svæðið <tegund>

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar