Fréttir

01. febrúar 2018 19:26

Uppfært sýnidæmi fyrir skilríkjameðhöndlun í sambankaskema

Til að auðvelda forriturum að tengjast sambankaþjónustunni úr nýjustu útgáfum af Microsoft Visual Studio hefur sýnidæminu fyrir skilríkjameðhöndlun í sambankaskema (B2Bws/IOBWS) verið breytt á þann hátt, að nú sýnir það tilvísanir í allar fjórar sambankaþjónusturnar (yfirlit bankareikninga, innlendar greiðslur, fruminnheimtu og milliinnheimtu). Steðji skilríkjaerfiðleikar að, t.a.m. við útfærslu nýrra tenginga, er ráðlegt að taka tilvísanirnar úr sýnidæminu og samþætta í eigin kerfi.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar