Fréttir

15. maí 2017 14:54

Endurnýjun á skilríki undir b2bws.fbl.is

Landsbankinn endurnýjar skilríkið sitt undir sambankaskemanu mánudaginn 22. maí en að þessu sinni eru engar verulegar breytingar á ferð. Nýja skilríkið er með SHA256 undirritunaralgóritma (SHA-2), svo að almennt gildir að fyrirtæki sem nota B2Bws þurfa ekki að hafa samband við umsjónaraðila bókhaldskerfisins. Sama gildir um önnur upplýsingakerfi sem eiga rafræn samskipti við bankann með B2Bws.

Engu að síður er ágætt að hafa varann á, þar sem alltaf er einhver möguleiki á því að skilríkið hafi verið handvirkt sett inn á sínum tíma.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar