Fréttir

14. júní 2016 09:11

Bætt þjónusta til viðskiptavina sem senda rafræn skjöl í nafni annars aðila

Áfram höldum við umfjöllun um afurðir síðasta vetrar og kynnum sveigjanlegri gjaldtökumöguleika í sendingu rafrænna skjala. Nýjungin hentar viðskiptavinum sem láta annan aðila senda skjölin fyrir sig (fyrirtæki A sendir skjölin í nafni fyrirtækis B).

Tæknilega er ekki á allra færi að senda rafræn skjöl til birtingar í netbönkum. Þess vegna hafa sprottið fram fyrirtæki sem senda skjölin í umboði sendanda, þó þannig að viðtakandinn telur sig vera að móttaka skjalið frá upprunalegum sendanda.

Hvaða vandamál er verið að leysa?

Birtingarkerfið styður margar tegundir skjala og vandinn var sá að aðeins annar hvor aðilinn gat verið greiðandi að öllum skjalategundum. Því urðu þeir að gera upp sín á milli eftirá. Af því hlýst töluvert óhagræði í bókhaldi, ekki síst þegar bæði félög (aðilar A og B) senda jafnframt skjöl í eigin nafni.

Með nýrri gjaldtökustýringu í vetur er það stillingaratriði fyrir sérhverja skjalategund hvaða aðili greiðir og af hvaða bankareikningi. Greiðandinn getur þess vegna verið fyrirtæki C. Breytingin sem slík hefur ekki áhrif á sérkjör hvors aðila um sig, en vissulega opnar hún á marga skemmtilega möguleika í þeim efnum.

Fjölbreyttari möguleikar með bættri þjónustu

Aðilar A og B geta haft ólík kjör enda njóta stórnotendur magnafsláttar. Þess vegna kemur til greina að jafnvel þó fyrirtæki A sé umsvifalítið, njóti það stærðarhagkvæmni og sérkjara fyrirtækis B.

Fyrirtæki A getur til dæmis látið mörg fyrirtæki senda hinar ólíkustu skjalagerðir fyrir sig (fyrirtæki B, C, D, osfrv) og kerfið kann að bregðast við því. Möguleikarnir eru margir, þ.m.t. að einn greiði fyrir alla, einn greiði fyrir suma, eða að hver greiðir fyrir sig. Allt framansagt má sérsníða fyrir sérhverja skjalategund.

Vissulega er hér ekki um B2B kerfið að ræða en langflest skjöl eru þó send með því kerfi. Nýjungin snertir þess vegna B2B notendur umfram aðra.

Óbreyttir samningar og umsóknarferli

Núverandi samningar viðskiptavina við bankann taka ekki breytingum þar sem viðskiptasambandið er ekki að breytast, heldur einungis gjaldtökustýringin. Sem fyrr hafa áhugasamir samband við Fyrirtækjamiðstöð í síma 410 5000 eða næsta útibú.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar