Fréttir

10. maí 2016 08:17

Endurnýjun á skilríki undir b2b.fbl.is (Landsbankaskema) þann 18. ágúst 2016

Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurnýja SSL (HTTPS) skírteini á síðunni b2b.fbl.is sem Landsbankinn er með. Vegna þróunar í öryggisstöðlum mun nýtt skírteini gera meiri kröfur til þeirra tölva/forrita viðskiptavina (clienta) sem þurfa að tengjast þessari slóð hjá Landsbankanum. Helsta breytingin er sú að SHA-1 staðallinn mun ekki vera studdur á nýju skilríki, einungis SHA-2.

Þetta er gert vegna veikleika í SHA-1 staðlinum og má meðal annars nefna að Chrome-vafrinn hættir senn að samþykkja SHA-1 skilríki sem löglegt skilríki – og þegar viðskiptavinur tengist síðu sem notar SHA-1 skilríki, þá kemur lásinn sem notandinn er vanur að sjá þegar tengst er síðum með HTTPS (SSL) ekki upp. Lesa má meira um þetta í grein frá Google.

Þessu skilríki verður skipt út hjá Landsbankanum fimmtudaginn 18. ágúst og þá þurfa allir viðskiptavinir að vera búnir að tryggja að þær tölvur/forrit sem tengjast slóðinni b2b.fbl.is ráði við að tala við skírteini með þessum nýju öryggisstöðlum.

Fyrirtæki sem nota B2B eru beðin að hafa samband við umsjónaraðila bókhaldskerfisins, hvort sem hann er innan fyrirtækisins eða hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Sama gildir um önnur upplýsingakerfi sem eiga rafræn samskipti við bankann með B2B.

Nánari upplýsingar: fyrirtaeki@landsbankinn.is

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar