Fréttir

13. febrúar 2014 13:23

Ný sía þegar kröfugreiðslur eru sóttar

Í skeytinu LI_Innheimta_fyrirspurn_greidslur, sem kröfuhafar nota til að sjá hvaða greiðslur hafa borist úr Kröfupottinum, hefur sú breyting orðið frá fyrstu útgáfu þess upp úr aldamótum, að valkvæð sía (e. filter) er komin neðst í fyrirspurnina. Hún er að hefðbundinni uppbyggingu; notandinn skilgreinir „frá“ og „til“ færslu, t.d. að fá færslur 1 til 1.000, eða að hámarki 5.000 færslur í einu, svo næsta skammt og þannig áfram koll af kolli: 

(Mynd úr kafla 9.9)

Í reynd er ofsögum sagt að sían sé ný af nálinni, þó hún sé ný í handbókinni 2013. Hún bættist við fyrir fáeinum árum og allmargir kröfuhafar hafa notað hana með góðum árangri. Fyrir mistök rataði hún hvorki í handbókina 2011 né 2012 og biðjumst við velvirðingar á því.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar