Fréttir

07. febrúar 2014 08:42

Aftur tíföldum við gagnaþakið í sendingu rafrænna skjala

Vorið 2012 var brugðið á það ráð að hækka leyfilegan hámarks stafafjölda rafrænna skjala úr 1 milljón stafa í 10 milljón stafi. Nú hefur það hámark verið hækkað tífalt að nýju eða upp í 100 milljón stafi. Með stöfum er bæði átt við tölustafi og bókstafi.

Vinsældir Birtingarkerfisins hafa vaxið jafnt og þétt milli ára, ekki síst þar sem sífellt fleiri fyrirtæki innleiða umhverfisstefnu, afnema pappírssendingar af ýmsu tagi og tileinka sér almennt grænar áherslur í starfsemi sinni. Breytingin á vefþjónustunni kemur til móts við breyttar þarfir markaðarins vegna þessarar jákvæðu þróunar.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar