Fréttir

01. febrúar 2013 15:25

Hægt að senda tífalt stærri skjöl

Vinsældir rafrænna skjala hafa aukist mun hraðar frá árinu 2008 en árin þar á undan. Nú er svo komið að fyrirtæki senda þessa einu B2B aðgerð alls hundrað þúsund sinnum á ári – og senda þá gjarnan mikinn fjölda skjala saman í einu skeyti, sem er vel. Við þetta bætist að skjölin telja gjarnan mun fleiri blaðsíður en áður tíðkaðist og eru þeim mun innihaldsmeiri.

Vorið 2012 var brugðið á það ráð að hækka leyfilegan hámarks stafafjölda skjala úr 1 milljón stafa í 10 milljón stafi. Með stöfum er bæði átt við tölustafi og bókstafi. Breytingin er til þess fallin að bæta þjónustuna enn frekar gagnavart stórnotendum. Nú líður að því að ár sé liðið frá því bankinn kynnti breytinguna fyrst og er óhætt að segja að hugbúnaðarfyrirtæki hafi fagnað þessari þróun, sem aftur hefur valdið enn hraðari vexti fyrir vikið, undanfarna mánuði.

Þess vegna notum við tækifærið og minnum á mikilvægi þess að gagnainnsendingarskeytið sé sent sem sjaldnast og source.xml haft sem innihaldsríkast í staðinn og með sem flestum skilaboðafærslum. Tökum dæmi um rafræna veflykla sem senda á til 15.000 einstaklinga. Þá er gagnainnsendingarskeytið sent einu sinni (eitt session) og það inniheldur eitt source.xml sem inniheldur svo aftur 15.000 skilaboð í jafnmörgum færslum innan Statement svæðisins í source.xml. Þetta fækkar inn- og útskráningum og bætir um leið hag allra B2B notenda.

Tengt efni:

Handbók
Sýniforrit fyrir rafræn skjöl (zip)


Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar