Fréttir

09. ágúst 2011 10:23

Ný innheimtuskeyti með ítarlegra innihaldi

Hugbúnaðarfyrirtæki og aðrir þjónustuaðilar bókhaldskerfa hafa í vaxandi mæli prófað nýju innheimtuskeytin sem Landsbankinn setti á markað vorið 2010 og kynnti eingöngu hugbúnaðargeiranum og innheimtufyrirtækjum.

Í haust verða skeytin kynnt sérstaklega fyrir viðskiptavinum Landsbankans og af því tilefni bjóðum við þér aðra kynningu sérfræðinga bankans, teljir þú ástæðu til.

Nýju skeytin bjóðast eingöngu í Landsbankaskemanu og er þeim lýst í 9. kafla tæknihandbókarinnar. Með skeytunum er komið til móts við velflestar ábendingar og hugmyndir sem Landsbankanum hafa borist frá stórnotendum og hugbúnaðarfyrirtækjum undanfarin ár. Svarskeytin eru mun stærri en almennt hefur tíðkast til þessa, enda er í hönnun þeirra leitast við að birta helst allar þær innheimtuupplýsingar sem á annað borð liggja fyrir.

Hér gerum við stutta grein fyrir helstu nýjungum:

Fyrirspurn kröfuhafa um staka kröfu

LI_Claim_get er endurbætt útgáfa af LI_Fyrirspurn_krafa. Nýja fyrirspurnin er svipaðrar gerðar og hin eldri en svarskeytið er langtum innihaldsríkara. Munar þar mestu um ítarlega sundurliðun gjaldaliða kröfunnar (þ.e.a.s. tekjuliði kröfuhafa), ásamt margþættum upplýsingum um núverandi og eldri vísi, stofndag, ástand, afslætti, greiðslureglu, innborgunarreglu, áhrif hlutagreiðslu á höfuðstól, núverandi höfuðstól og upprunalegan höfuðstól, upplýsingar um sjálft innheimtufyrirtækið, dagafjölda frá innheimtuviðvörun og  tegund viðvörunar, veittan greiðslufrest, hvenær krafan fór til milliinnheimtu, hvenær síðasta ítrekun var send og hverrar gerðar hún var og fjölmörg önnur gagnleg atriði. Þá er Birtingarkerfi og prenttexta gerð sérstök skil. Fyrirspurnin virkar eingöngu fyrir kröfuhafa en ekki greiðendur, ólíkt fyrirspurn á mengi krafna.

Leitartól krafna

Eitt nýstárlegasta skeytið er LI_Claim_search sem skilar lista yfir allar kröfur sem uppfylla margvísleg leitarskilyrði. Til dæmis má þrengja leitina samtímis við (i) tiltekið innheimtuauðkenni, (ii) gjalddagatímabili frá einni dagsetningu til annarrar, s.s. til dagsins í dag, (iii) sía einungis út niðurfelldar kröfur sem (iv) jafnframt hafa þegar verið greiddar að hluta.

Annað dæmi felst i að leita að tveimur hreyfingum einnar tiltekinnar kröfu innan eins ákveðins gjalddaga sem við vitum fyrir víst að er að fullu greidd.

Þetta eru einungis tvö lítil dæmi um nánast óþrjótandi möguleika leitarskeytisins. Þjónustan hefur mikið hagnýtt gildi, ekki bara í innheimtudeildum fyrirtækja heldur einnig í þjónustuveri stærri fyrirtækja og hjá innheimtufyrirtækjum sem bjóða innheimtuvakt fyrir kröfuhafa (eru með B2B gestaaðgang að kröfusafni kröfuhafa).

Stöðudagsetning ógreiddra krafna í fortíðinni

Nú er tímaferðalag orðinn raunhæfur kostur! Skeytið LI_Claim_search_ by_day er notað til að fletta upp á stöðu ógreiddra krafna á ákveðnum degi í fortíðinni og hentar þess vegna ágætlega til að útfæra leitartól innan bókhaldskerfisins. Gefum okkur að nú sé 15. febrúar. Sé spurt um 1. febrúar, fæst staðan að kvöldi 1. febrúar en ekki síðasta virka bankamiðnætti fyrir 1. febrúar (þ.e. síðla kvölds 31. janúar) eins og jafnan gildir í vefþjónustum bankans.

Leitartól fyrir kröfugreiðslur

Skeytið LI_Claim_search_payment er notað til að leita að tilteknum kröfugreiðslum út frá hliðarskilyrðum, þ.m.t. hreyfingardegi. Til dæmis má leita að ákveðnum fjölda hreyfinga (eða öllum) á tiltekinni kröfu á völdu tímabili.

Spörum tíma

Í öllum nýjum skeytum er filter svæði í boði (einnig þekkt sem PageId) til að hámarka afköst vefþjónustunnar gagnvart stórnotendum og þar með lágmörkun svartíma. Áfram er stuðningur við öll eldri skeyti. Jafnframt bendum við á að tæknihandbókin inniheldur ítarlegar breytulýsingar ásamt hagnýtum dæmum fyrir öll skeytin.

Í PDF útgáfu tæknihandbókarinnar eru breytingarnar auðkenndar með gráum texta á spássíu („NÝTT EFNI“) og til þæginda er hvítt undirstrik (e. underscore) framan við textann. Það gerir lesanda kleift að fletta hratt milli nýrra atriða með almennri leitarskipun (til dæmis Ctrl-F). Í leitarsvæði er þá ritað _nýtt, smellt á Find, þá Next og þannig koll af kolli.

Okkur langar að hitta þig

Okkur er sérstök ánægja að bjóða innheimtufyrirtækjum að þiggja kynningar á skeytunum, hvort heldur um er að ræða dýpri tæknilýsingu eða almennt spjall um nýjungarnar í innheimtuhluta vefþjónustunnar. Það nægir að senda tölvupóst til b2b@landsbankinn.is til að panta kynningu.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar