Fréttir

26. maí 2011 13:48

10 ára afmæli

B2B skeytaþjónusta Landsbankans hóf göngu sína árið 2001 og fagnar því tíu ára afmæli nú um mundir. Árið 2004 nýttu tugir fyrirtækja sér þjónustuna daglega og tveimur árum síðar skiptu fyrirtækin hundruðum og eru nú nærri tvö þúsund talsins, vorið 2011. Stór hluti skeytanotkunar fer fram að næturlagi þegar sjálfvirkar aðgerðir bókhaldskerfa spyrja Landsbankann um ýmsar upplýsingar sem mæta starfsfólki fyrirtækja að morgni. Að öðru leyti dreifist noktkunin nokkuð jafnt yfir sólarhringinn.

Árið 2005 opnuðust nýjar lendur fyrir 3ja aðila að eiga B2B samskipti fyrir hönd umbjóðenda sinna. Ekki síst eru það bókhaldsstofur, endurskoðendur og innheimtufyrirtæki sem notið hafa góðs af slíkum gesta aðgangi, viðskiptavinum til heilla. Á þessu ári komu sömuleiðis erlendu greiðsluskeytin á markað.

Ári síðar tók einyrkjum og smærri fyrirtækjum að fjölga í þjónustunni. Fram að því höfðu einkum stærstu fyrirtæki landsins og sveitarfélög notað B2B. Á því ári byrjaði rekstur sambankaskeyta (IOBWS) í Landsbankanum.

Árið 2008 gerði Landsbankinn umfangsmiklar breytingar á aðgangsstýringum B2B notenda. Ávinningurinn er margþættur; til dæmis má nota sama notandanafn og lykilorð við innskráningu í netbanka og við innskráningu í B2B. Þetta gerði fyrirtækjum einnig kleift að vera með óendanlegan fjölda B2B notenda innan fyrirtækisins, persónugerða sem ópersónugerða. Fyrstu kreditkortaskeytin komu út þetta ár sömuleiðis.

Árið 2009 hóf Landsbankinn að bjóða staðfestingu greiðsluaðgerða í B2B með örgjörva debetkortum í stað netbanka. Sama ár fengu stórnotendur bætta þjónustu með fleiri möguleikum á magnmeðhöndlun krafna og síum var bætt við þar sem því var við komið (filterar). Vísitöluskeytin komu einnig út þetta ár,

Ári síðar kom á markað stór útgáfa með mörgum nýjum skeytum, allt frá skilagreinum til nýrra innheimtuskeyta. Vöruúrvalið telur nú á annað hundrað skeyti. Þess má geta að lánaskeytin eru með allra lengstu skeytum sem Landsbankinn hefur framleitt.

Hér var stiklað á stóru og mörgu sleppt í upptalningunni. Framtíðin er björt í sjálfsafgreiðslulausnum Landsbankans, sóknarfærin drjúpa á hverju strái og tæknin hefur sannarlega opnað okkur öllum nýjar lendur sem spennandi er að yrkja svo viðskiptavinir njóti góðs af um langa framtíð.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar