Fréttir

03. mars 2011 11:06

Ný útgáfa kerfislýsingar komin út (4. útgáfa)

Þann 1. mars kom út ný og endurbætt útgáfa Kerfislýsingarinnar sem finna má á Þjónustuvef B2B. Bókin hefur fengið þjálla heiti og nefnist nú “Stutt lýsing á B2B”. Sem fyrr, er hún í raun einfölduð, endursögð útgáfa af stóru tæknihandbókinni. Bókin er u.þ.b. tíu sinnum styttri en tæknihandbókin, skemamyndum er sleppt og orðfærið að mestu laust við tæknimál enda ætluð viðskiptavinum sem eru að kynna sér B2B í fyrsta skipti.

Í bókinni er útskýrt hvað hægt er að gera með B2B, hver hagur fyrirtækja er af innleiðingunni, hvers notendur eru bættari með B2B og svo fylgja hagnýt dæmi um notkun. Bókin fæst prentuð, gormuð og póstlögð án endurgjalds gegnum netfangið b2b@landsbankinn.is. Landsbankinn hvetur öll hugbúnaðarhús til að panta nokkur eintök og eiga hjá sér fyrir áhugasama viðskiptavini.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar