Fréttir

03. mars 2011 10:00

Endurnýjun á B2Bws skilríki Landsbankans 27. janúar 2011

Þann 27. janúar 2011 kl. 8.00 rann út gildistími skilríkisins sem Landsbankinn notar í rekstri B2Bws þjónustunnar (einnig þekkt sem IOBWS eða sambankaskema). Fyrir þann tíma var tölvupóstur sendur öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þjónusta B2Bws kerfi viðskiptavina bankans. Efni hans er birt hér að neðan en um er að ræða stuttar leiðbeiningar sem geta orðið að gagni. Uppfærslan hefur ekki áhrif á notendur B2B þjónustunnar nema þeir noti hvoru tveggja í senn; B2B og B2Bws.

Vissulega er ekki um tæmandi lýsingu að ræða þar sem skilríkjavísanir geta verið ólíkar eftir forritum, forritunarmálum og stýrikerfum. Því hvetjum við forritara hugbúnaðarfyrirtækja til að hafa samband þegar spurningar vakna.

 1. Nýja skilríkið er á slóðinni: https://b2bws.fbl.is/xsd/LandsbankiPublicws_jan2011.p7b

 2. Ýta hér á „Open“


 3. Hér á „Allow“


 4. Tvísmella fyrst á „Audkennisrot“, fara í gegnum allt ferlið og taka því næst „Traust audkenni“ og svo „Traustur bunadur“ á sama hátt.


 5. Þá opnast certificate – velja „Install certificate“


 6. Ýta á „Next“ og gera þetta fyrir „Audkennisrot“, „Traust audkenni“ og „Traustur bunadur“.


 7. Nú er komið að því að niðurhala skírteini sem heitir reddarar@landsbanki.is.

  Þá er valið„Install certificate“.

 8. Hér er „Place all certificates in the following store“ valið og browsað eftir „Trusted people“.


 9. Þá ætti þetta að vera komið.

Nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar í þjónustusímanum 410 9191 og í netfanginu b2b@landsbankinn.is.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar