Fréttir

01. febrúar 2010 15:10

Hefur þú séð hvernig er í Reikningapottinn búið?

Í haust hóf Landsbankinn starfrækslu svonefnds Reikningapotts (RP) sem svipar mjög í hegðun til Kröfupotts (KP) Reiknistofu bankanna. Vefþjónustan gerir fyrirtækjum kleift að eiga samskipti við RP. Þar er hægt að gefa út reikning, fjarlægja reikning, leita að þeim, sækja og staðfesta. Með rafrænum reikningum er átt við reikninga á löggildu stöðluðu NES formi samkvæmt tækniforskrift TS-135 sem Staðlaráð Íslands gefur út og selur.

Frá nóvember hefur hugbúnaðarfyrirtækjum boðist að nota vefþjónustuna í raunumhverfi fyrir eigin prófanir, með aðstoð og ráðgjöf sérfræðinga bankans. Viðbrögðin voru afar góð og viljum við endilega bjóða enn fleirum til samstarfs.

Þær aðgerðir sem bjóðast í Reikningapotti eru tvíþættar og skiptast í aðgerðir útgefanda og móttakanda. Lesa má um vöruframboðið í tæknihandbókinni.

Nú er svo komið að eftirspurnin hefur stóraukist á örfáum mánuðum og viðskiptavinir orðnir afar spenntir fyrir notkuninni. Okkur er sönn ánægja að heimsækja fyrirtækið þitt og kynna þjónustuna nánar.

Lesa meira í tæknihandbók

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar