Fréttir

25. september 2009 16:41

Ný útgáfa tæknihandbókar

Út er komin ný Tæknihandbók B2B í stað þeirrar frá júlí 2008. Umfjöllun hefur verið dýpkuð á völdum stöðum að beiðni hugbúnaðarfyrirtækja auk þess sem nýtt efni hefur bæst við. Má þar m.a. nefna:

  • Breytingar á rafrænum skjölum sem eru nú sveigjanlegri og einfaldari en áður í uppsetningu.
  • Tilkomu harðra og mjúkra skilríkja og lýsingu á notkun þeirra.
  • STP greiðslur þar sem bankastaðfesting er færð af netinu og inn í bókhaldskerfið.
  • Notkun sýniforrits frá bankanum sem sýnir m.a. skilríkjanotkun og fáeinar grunnaðgerðir.
  • Betrumbætt kreditkortaskeyti sem innihalda enn meiri ítarupplýsingar en áður.
  • Fjölbreyttari og öflugri aðgangsstýringu sem aðlaga má að ólíkum þörfum fyrirtækja.

Framantaldir þættir litu dagsins ljós síðastliðinn vetur og voru kynntir jafn óðum hér í fréttasafni þjónustusíðanna. Það er þó fyrst nú sem heildarsafnið kemur út á prenti.

Einfalt að fletta milli nýjunga

Breytingar frá fyrri útgáfu eru auðkenndar með gráum texta á spássíu ("NÝTT EFNI") og til þæginda er hvítt undirstrik framan við textann. Það gerir lesanda kleift að fletta milli nýrra atriða með almennri leitarskipun (til dæmis Ctrl-F). Í leitarsvæði er þá ritað _nýtt, smellt á Find > Next > Next og þannig koll af kolli.

Fáðu eintak sent til þín í pósti

Bókin hefur lengst nokkuð og spannar nú 308 blaðsíður. Hafið samband við b2b@landsbankinn.is eða í síma 410 9191 til að fá prentað eintak, gormað og póstsent, án endurgjalds.

Veturinn framundan boðar nýjar og spennandi þjónustur sem eru til þess fallnar að auka verulega hagræði fyrirtækja. Því verður útgáfutíðni aukin og má vænta næstu bókar fyrir áramót.

Tæknihandbók B2B

Minnum í lokin á þjónustusímann 410 9191 og netfangið b2b@landsbankinn.is.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar