Fréttir

06. ágúst 2009 16:19

Endurnýjun á B2Bws skilríki Landsbankans 20. ágúst

  • Hugbúnaðarfyrirtæki verða að gera breytingar hjá viðskiptavinum.
  • Senda þarf staðfestingu til bankans að lokinni uppfærslu ásamt ip-tölu.

Upp úr hádegi fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 13:32:05 rennur út gildistími skilríkisins sem Landsbankinn notar í rekstri B2Bws þjónustunnar (einnig þekkt sem IOBS eða sambankaskema). Uppfærslan hefur ekki áhrif á notendur B2B þjónustunnar nema þeir noti hvoru tveggja í senn; B2B og B2Bws.

Núverandi hugbúnaðarskilríki B2Bws þjónustunnar er upprunalegt bráðabirgðaskilríki sem skipt verður út fyrir varanlegt skilríki. Hér er því um eins skiptis aðgerð að ræða og verða skilríkjauppfærslur eftirleiðis framkvæmdar innan bankans án sérstakra aðgerða hjá viðskiptavinum. Þegar skilríkið rennur út 20. ágúst þurfa allir B2Bws notendur að vera búnir að uppfæra skilríkið svo vefþjónustan virki áfram hjá þeim.

Nýja skilríkið er á slóðinni:
https ://b2bws.fbl.is/xsd/LandsbankiPublicB2Bws2009-0806.cer

Þegar B2BWs notendur hafa skipt um skilríkið hjá sér og uppfært vísanir í nýja skilríkið þarf að láta bankann vita af því og tilgreina IP tölu notanda svo hægt sé að flytja viðkomandi á þær keyrsluvélar bankans sem eru með nýja skilríkið. Það nægir að senda tölvupóst á netfangið b2b@landsbankinn.is.

Hér neðar eru stuttar leiðbeiningar sem geta orðið að gagni. Vissulega er ekki um tæmandi lýsingu að ræða þar sem skilríkjavísanir geta verið ólíkar eftir forritum, forritunarmálum og stýrikerfum. Því hvetjum við forritara hugbúnaðarfyrirtækja til að hafa samband þegar spurningar vakna.

  1. Ræsa Run og skrifa MMC:

  2. File > Add/Remove Snap-in:

  3. Velja Certificates > Add:

  4. Velja My User Account > Finish:

  5. Trusted People > Hægri smella á Certificates > All Tasks > Import:

Í næsta glugga sem birtist þarf að finna skilríkið, velja það og smella á Finish.

Nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar í þjónustusímanum 410 9191 og í netfanginu b2b@landsbankinn.is.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar