Fréttir

12. maí 2009 09:36

Fleiri valkostir við innskráningu

Í nóvember kynntum við nýja tegund innskráningar, persónugerða fyrir sérhvern notanda. Eldri leiðin felst í ópersónugerðri tengingu sem núorðið eru einkum notuð fyrir sjálfvirkar aðgerðir þar sem bókhaldskerfið sjálft sækir reglulega upplýsingar frá bankanum, t.d. innborganir úr Kröfupotti eða yfirlit bankareikninga. Slíkar runukeyrslur eru gjarnan framkvæmdar allan sólarhringinn og tekur starfsmaður fyrirtækisins jafnvel engan beinan þátt í þeim.

Til þessa hefur notendum boðist aðeins einn ópersónugerður aðgangur fyrir hvert fyrirtæki en frá maí mánuði mega þeir vera margir fyrir eitt og sama fyrirtækið. Þó innskráning sé ópersónugerð, er tengingin bundin stillanlegum aðgangsheimildum líkt og áður.

Sé fyrirtækið að nota margar sjálfvirkar aðgerðir, hentar vel að hafa aðskilinn aðgang fyrir hverja og eina þeirra, s.s. fyrir innsendingu rafrænna greiðsluseðla, innsendingu rafrænna launaseðla, yfirlit bankareikninga, -kreditkorta, -gjaldmiðla og aðrar þær aðgerðir sem bókhaldskerfið framkvæmir sjálft.

Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um innskráningarmöguleika eru góðfúslega veittar hjá sérfræðingum bankans í síma 410 9191.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar