Fréttir

24. apríl 2009 16:05

Ný dráttarvaxtaregla fyrir opinber gjöld og skatta

Þann 27. mars samþykkti Alþingi að dráttarvextir opinberra gjalda og skatta skyldu vera 15% á tímabilinu 1. apríl 2009 til 31.12.2009. Sjá nýtt ákvæði í 6. grein laga nr. 23/2009 í tilkynningu Stjórnartíðinda.

Reiknistofa bankanna gerði breytingar á högun í Kröfupotti (IK kerfi) þannig að útbúin var ný dráttarvaxtaregla og henni veitt heitið A. Sú regla reiknar dráttarvexti samkvæmt eldri prósentu fram til 1. apríl og síðan 15% eftir það.

Lögin hafa m.a. áhrif á sveitarfélög sem innheimta fasteignagjöld og sendir Landsbankinn bréf til allra sveitarfélaga í viðskiptum við bankann og kynnir nýju regluna fyrir þeim.

Sveitarfélög þurfa að láta breyta uppsetningu í kröfukerfi þeirra (bókhaldskerfinu) til að geta sent bankanum kröfur með dráttarvaxtareglu A. Sveitarfélögin þurfa ennfremur að láta bankann vita þegar breytingin hefur verið framkvæmd hjá þeim.

Þann 30. apríl mun Landsbankinn uppfæra allar ógreiddar kröfur hjá þeim aðilum sem eru að innheimta fasteignagjöld, hvort sem þeir hafa kunngjört bankanum um breytingar í eigin kröfukerfi eða ekki.

Dráttarvaxtaregla A er af gerðinni Raun/360, vextirnir reiknast frá og með eindaga en eru reiknaðir út frá gjalddaga. Ef eindagi er á lokuðum bankadegi og greitt er fyrir kl. 21:00 síðasta bankadag eru engir dráttarvextir reiknaðir en eftir það eru þeir reiknaðir. Dráttarvextir eru reiknaðir eins og greitt sé næsta bankadag. Gjalddagi og eindagi þurfa ekki að vera sömu dagar.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar