Fréttir

06. apríl 2009 16:33

Eitt símanúmer Notendaþjónustu - 410 9191

Hugbúnaðarfyritæki í B2B samstarfi við Landsbankann hafa um árabil haft tvö símanúmer að leita til í Notendaþjónustu bankans. Þau hafa nú verið sameinuð í eitt; 410 9191 og biðjum við ykkur að leita þangað með fyrirspurnir, ábendingar og hvaðeina er varðar B2B eða sambankaþjónustuna. Um leið kynnum við breytt netfang; b2b@landsbankinn.is en áður var lénið án fasts greinis.

Í Notendaþjónustu starfar fjöldi sérfræðinga með víðtæka þekkingu á upplýsingatækni og þjónustuveitum bankans. Opnunartími Notendaþjónustu er milli kl. 8 og 18 alla virka daga en lokað er um helgar.

Það er von okkar að breytingin muni efla þjónustu Landsbankans og þannig enn frekar hækka þjónustustigið til viðskiptavina.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar