Fréttir

13. október 2008 09:55

Áríðandi: Sameining útibúa 25. október krefst breytinga í bókhaldskerfi

Ákveðið hefur verið að sameina útibúin í Smáralind (0132) og Hamraborg (0130). Sameiningin mun eiga sér stað þann 25. október næstkomandi og verður sameinað útibú til húsa í núverandi húsnæði útibúsins við Hamraborg. Útibúsnúmer 0132 verður lagt niður og allar vörur fá útibúsnúmerið 0130. Búið er að tilkynna fyrirtækjum í viðskiptum við 0132 bréfleiðis um breytinguna. Engu að síður biðjum við ykkur hugbúnaðarfyrirtækin að vera sérstaklega vakandi fyrir þeim áhrifum sem þetta getur - og mun hafa - á bókhaldskerfin. Þar ber helst að geta áhrifa á alla kröfumeðhöndlun og yfirlit bankareikninga. Í flestum tilvikum halda bankareikningsnúmerin sér óbreytt yfir í 0130 en það er ekki algilt.

Breytingarnar hefjast í dagslok föstudaginn 24. október og standa fram á sunnudag 26. október. Sjálf vefþjónustan verður þó komin fyrr í loftið, eða upp úr hádegi laugardags.

Í Notendaþjónustu bankans eru tengiliðir hugbúnaðarfyrirtækja tveir talsins:

Sameiginlega pósthólfið er b2b@landsbanki.is en ef ekki næst í þau símleiðis, er almenna símanúmerið hjá Notendaþjónustunni 410 7070.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar