Rafrænar lausnir

Netbanki fyrirtækja

Í netbankanum er lögð áhersla á að sinna þörfum fyrirtækja með hagkvæmum og nútímalegum hætti. Með því að nýta sér viðskiptalausnir netbankans geta fyrirtæki náð fram verulegri hagræðingu í rekstri.

Nánar


B2B - Beintenging við bókhald

B2B er sérstök viðbót við netbanka fyrirtækja, til gagnaflutnings milli bankans og bókhaldskerfis fyrirtækis. B2B er ekki starfrækt á vefsíðu heldur innan bókhaldskerfisins.

Nánar

Áreiðanleikakönnun lögaðila

Framkvæma þarf áreiðanleikakönnun við upphaf viðskiptasambands og með reglubundnum hætti eftir það. Forsvarsmaður lögaðila í viðskiptum getur svarað áreiðanleikakönnun í netbanka fyrirtækja. Áreiðanleikakönnunina finnur hann undir Stillingar. Ef viðkomandi forsvarsmaður er ekki með netbanka fyrirtækja fær hann tilkynningu í gegnum tölvupóst eða síma.

NánarSkráning skilríkja hjá Landsbankanum

Í viðskiptum við Landsbankann þurfa einstaklingar að eiga skönnuð persónuskilríki hjá bankanum. Einstaklingar sem ekki eiga skönnuð skilríki hjá bankanum en eiga ræfræn skilríki í gildi geta vistað rafræn skilríki sín á sérstakri auðkenningarsíðu. Þegar rafræn skilríki hafa verið vistuð með auðkenningu hafa þau sama gildi í kerfum bankans og önnur skönnuð persónuskilríki.

Hægt er að virkja rafræn skilríki í öllum útibúum Landsbankans og er nauðsynlegt að sýna löggild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini við virkjun þeirra.

Áður en hægt er að gefa út rafræn skilríki þarf að tryggja að SIM-kort uppfylli tæknilegar kröfur fyrir rafræn skilríki.

Skrá rafræn skilríki


Hafðu samband og pantaðu kynningu

  • Sérfræðingar aðstoða þig og veita þér ráðgjöf í síma 410 5000.
  • Einnig getur þú sent fyrirspurn á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Opið bankakerfi

Markmið okkar á sviði fjártækni er að styðja myndarlega við ábyrga nýsköpun í landinu og koma til móts við fyrirtæki á fjártæknimarkaði sem móta framtíð bankaþjónustu. Með þeim hætti sýnir Landsbankinn samfélagsábyrgð í verki.

Nánar

Öryggi í bankaviðskiptum

Fjársvikarar notar ýmsar leiðir til að pretta fólk. Mikilvægt er að halda vöku sinni og veita því athygli sem kann að vera grunsamlegt. Góð vörn gegn fjársvikum er að þekkja algengar aðferðir sem notaðar eru til að pretta fólk.

Kynntu þér málið