A2A-greiðslulausn

Millifærðu með nýjum leiðum

Greiðslulausnin gerir viðskiptavinum bankans kleift að millifæra í appi eða á vefsíðu fyrirtækis, beint út af bankareikningi sínum í Landsbankanum, án þess að nota debet- eða kreditkort. Með sömu aðferð má greiða beint út af bankareikningi með því að bera símann að posa úti í búð. Hægt er að millifæra allt að 200.000 krónur á sólarhring en fyrirtækið, sem viðskiptavinur notar app eða vefsíðu frá, getur ákveðið lægri úttektarmörk.

Öryggið í fyrirrúmi

Fyrirtæki fá ekki aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina nema að fengnu sérstöku samþykki þeirra. Auk þess er aðgangur að A2A-greiðslulausninni aðeins veittur fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði bankans, s.s. um fjárhagslegt heilbrigði, öryggi hugbúnaðarlausnar og orðsporsáhættu.

Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Landsbankanum er að finna í persónuverndarstefnu bankans. Vakin er athygli á að fyrirtækið ber sjálft ábyrgð á að upplýsa viðskiptavini um hvernig farið er með persónuupplýsingar viðskiptavinar Landsbankans í appi eða annari lausn fyrirtækisins.

Hvernig eru bankaupplýsingar viðskiptavinar tengdar við app eða vefsíðu þriðja aðila?

Viðskiptavinur veitir fyrirtæki heimild til að nálgast ákveðnar persónuupplýsingar og senda bankanum greiðslufyrirmæli að hans beiðni. Nota verður rafræn skilríki til að tryggja örugga auðkenningu og veita samþykkið. Tengingin er framkvæmd í nokkrum einföldum skrefum og það ræðst af eðli appsins eða vefsíðunnar hve umfangsmikilla heimilda fyrirtæki óskar eftir. Óski appið eða vefsíðan eftir öllum heimildum sem greiðslulausn bankans býður upp á getur ferlið til dæmis verið með eftirfarandi hætti:

1
Velja banka
2
Veita heimild
3
Byrja að njóta

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur