Kennimerki lögaðila og einstaklinga

Kennimerki lögaðila (LEI) og einstaklinga (NCI) vegna viðskipta með fjármálagerninga

Nýjar kröfur um viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi* tóku gildi í janúar 2018. Kröfurnar gera ráð fyrir að lögaðilar og einstaklingar sem eiga viðskipti með slíka fjármálagerninga hafi alþjóðlegt kennimerki. Kröfurnar gilda einnig um útgefendur slíkra fjármálagerninga. Kennimerkin eru notuð í skýrslugjöf fjármálafyrirtækja til eftirlitsstjórnvalda og gegna lykilhlutverki við greiningu á markaðsupplýsingum.

Viðskiptavinir sem hyggjast eingöngu eiga viðskipti með verðbréfa- og fjárfestingasjóði þurfa ekki að afla sér kennimerkja, s.s. viðskiptavinir sem eiga viðskipti með sjóði Landsbréfa.

Í samræmi við lög nr. 15/2018, um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár verða lögaðilar sem hyggjast stunda afleiðuviðskipti að útvega sér kennimerki lögaðila (LEI) frá og með 1.október 2018.

Þeir lögaðilar sem hyggjast eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi eru hvattir til að sækja um kennimerki lögaðila (LEI) og upplýsa Landsbankann um það.

Þeir einstaklingar sem hyggjast eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi eru hvattir til að upplýsa Landsbankann um kennimerki einstaklinga (NCI).

Senda má upplýsingar um kennimerki lögaðila (LEI) og kennimerki einstaklinga (NCI) í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is og tilgreina þar einnig nafn og íslenska kennitölu.

Hvað er kennimerki einstaklinga (e. national client identifier, NCI)?
Kennimerki einstaklinga (NCI) er mismunandi eftir ríkisfangi, sjá NCI lista. Einstaklingur sem eingöngu er með íslenskt ríkisfang þarf ekkert að aðhafast því kennimerki viðkomandi er IS og íslensk kennitala. Einstaklingur sem hefur annað ríkisfang en íslenskt eða tvöfalt ríkisfang þarf að senda Landsbankanum upplýsingar um öll erlend kennimerki sem eiga við um viðkomandi.

Hvað er kennimerki lögaðila (e. legal entity identifier, LEI)?
Kennimerki lögaðila er 20 stafa kóði samsettur úr bók- og tölustöfum. Mikilvægar upplýsingar eru skráðar í tengslum við LEI, svo sem nafn, heimilisfang, lögsaga og rekstarform.

Kennimerki lögaðila (LEI) eru ekki gefin út á Íslandi og er því eingöngu hægt að sækja um þau hjá viðurkenndum útgefanda erlendis. Gildistími kennimerkis lögaðila (LEI) er eitt ár í senn og þurfa viðskiptavinir að endurnýja það árlega. Leita má að skráðum kennimerkjum og gildistíma þeirra í leitarvél á heimasíðu GLEIF (e. Global Legal Entity Identifier Foundation).

Viðurkenndir útgefendur kennimerkja lögaðila (LEI) eru meðal annars þessir:

Vinsamlegast athugið að fleiri aðilar afgreiða umsóknir um kennimerki lögaðila (LEI) og að útgefendur innheimta gjöld vegna útgáfu þeirra.

Listi yfir útgefendur kennimerkja lögaðila

* Með viðskiptavettvangi er átt við skipulegan verðbréfamarkað, markaðstorg fjármálagerninga og skipulegan verðbréfavettvang.

Algengar spurningar

  • Hvað er kennimerki lögaðila?
  • Hvers vegna þarf kennimerki lögaðila?
  • Hversu langan tíma tekur að fá kennimerki lögaðila?
  • Hvað gerist ef skráning er ekki endurnýjuð?

Upplýsingar af mörkuðum

Á sjóðasíðu okkar má finna upplýsingar um fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða; þróun ávöxtunar, gengi, eignasamsetningu, áhættukvarða og samanburð.

landsbankinn.is/markadir