Lausnir fyrir fyrirtæki
Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki
Við komum til móts við fyrirtæki sem leita til okkar vegna óvæntra aðstæðna.
Við aðstoðum þegar á reynir
Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau kunna að verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.
Stuðningslán
Stuðningslánum er ætlað að styðja við rekstraraðila sem glíma við rekstrarerfiðleika vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Stuðningslán nýtast fyrst og fremst smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti í tekjum.
Viðbótarlán
Viðbótarlán eru ætluð fyrirtækjum sem standa frammi fyrir tímabundnum vanda vegna heimsfaraldursins. Úrræðinu er ætlað að liðka fyrir aðgengi þessara fyrirtækja að lausu fé og draga þannig úr áhrifum faraldursins á atvinnulíf og atvinnustig.
Tímabundinn greiðslufrestur
Í mars 2020 gerðu fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir með sér samkomulag um að fresta greiðslum á lánum fyrirtækja sem eftir því sóttust í allt að 6 mánuði. Samkomulagið rann út 30. sept s.l. og urðu aðilar samkomulagsins sammála um að framlengja ekki gildistíma þess.
Til að koma til móts við þau fyrirtæki sem enn finna fyrir verulegu tekjufalli vegna efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins býður Landsbankinn þeim fyrirtækjum að sækja um frekari frest á greiðslum á lánum sínum hjá Landsbankanum. Landsbankinn metur hvort forsendur séu til frestunar í hverju tilviki, auk tímalengdar frestunar og hvort fresta eigi afborgunum eða afborgunum auk vaxta.
Hafðu samband
Þjónustuver fyrirtækja: 410 5000
fyrirtaeki@landsbankinn.is
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.