Skilmálar

Nr. 1530-03  |  Júlí 2019

Eftirfarandi skilmálar gilda um Gjafakort Landsbankans auk almennra viðskiptaskilmála Landsbankans.

 1. Aðilar skilmála
  1.1. Kaupandi: Sá aðili sem kaupir gjafakortið og leggur inn á það.
  1.2. Handhafi: Sá aðili sem notar kortið (þiggjandi) og skrifar nafn sitt á undirskriftarlínu þess.
  1.3. Útgefandi: Útgefandi Gjafakorts er Landsbankinn hf.
  1.4. Söluaðili: Þeir rekstraraðilar sem hafa heimild til að taka við greiðslum með Visa greiðslukortum.

 2. Skilgreining kortsins og notkun
  2.1. Gjafakortið er alþjóðlegt Visa greiðslukort og er handhafi kortsins bundinn við almenna viðskiptaskilmála Lansbankans.
  2.2. Gjafakortið er fyrirframgreitt greiðslukort. Heimilt er að leggja einu sinni inn á kortið, að hámarki 200.000 kr. Þegar inneign klárast er kortið ónýtt og skal handhafi eyðileggja það.
  2.3. Ekki er hægt að taka reiðufé út með kortinu í hraðbönkum eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum en unnt er að taka út reiðufé í útibúum Landsbankans.
  2.4. Handhafi skal rita nafn sitt á undirskriftarlínu kortsins fyrir fyrstu notkun.

 3. Samþykki skilmála og ábyrgð
  3.1. Aðeins handhafi hefur rétt til notkunar Gjafakortsins.
  3.2. Með kaupum á Gjafakortinu samþykkir kaupandi skilmála þessa.
  3.3. Með fyrstu notkun á Gjafakorti Landsbankans samþykkir handhafi skilmála þessa auk almennra viðskiptaskilmála Landsbankans.

 4. Gildistími, endurnýjun og bann við vöxtum
  4.1. Gjafakortið hefur ákveðinn gildistíma sem fram kemur á framhlið kortsins. Handhafa er óheimilt að nota kortið eftir að gildistími þess rennur út.
  4.2. Ef gildistími kortsins líður án þess að inneign á kortinu hafi verið að fullu nýtt, getur kaupandi eða handhafi kortsins flutt inneignina yfir á annað Gjafakort Landsbankans og skal þá greitt fyrir nýja Gjafakortið samkvæmt verðskrá Landsbankans eins og um nýtt kort væri að ræða. Eins getur kaupandi eða handhafi tekið út í reiðufé það sem er á kortinu í útibúum Landsbankans.
  4.3. Til að fá kortið endurnýjað og inneign flutt yfir á nýtt kort skal handhafi eða kaupandi framvísa hinu upprunalega korti.
  4.4. Þrátt fyrir að tími hafi liðið frá því að upprunalega kortið var keypt og þangað til nýja kortið er útbúið eða reiðufé greitt út, þá er Landsbankanum óheimilt að reikna vexti sem byggjast á lengd þess tíma sem handhafi hefur haft kortið undir höndum.

 5. Glötuð kort
  5.1. Glatist Gjafakort skal tilkynna það til Landsbankans í síma 410 4000 til að hægt sé að loka því. Nauðsynlegt er að gefa upp númer kortsins en án þess er ekki hægt að loka kortinu og inneign þess því glötuð.
  5.2. Kaupandi/handhafi ber alla ábyrgð á inneign kortsins þangað til að það er tilkynnt glatað í samræmi við grein 5.1.
  5.3. Þegar korti hefur verið lokað er hægt að fá inneign þess flutt yfir á annað kort. Einungis kaupandi getur flutt inneign af glötuðu korti yfir á nýtt kort. Skal þá greitt fyrir nýja gjafakortið samkvæmt verðskrá Landsbankans eins og um nýtt kort væri að ræða.

Skilmálar Gjafakorts Landsbankans júlí 2019 (pdf útgáfa)