360° samtal

Í 360°samtali fyrirtækja er farið yfir núverandi rekstur og framtíðaráætlanir félagsins, þarfir þess og sérsniðnar lausnir Landsbankans til að uppfylla þær.


Gott samstarf byggir á góðu samtali

Öllum fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankann stendur til boða að koma í 360° samtal. Í samtalinu er farið yfir rekstur fyrirtækisins, framtíðaráætlanir og hvernig þjónusta Landsbankans getur nýst sem best. Eigandi eða stjórnandi sest niður með viðskiptastjóra fyrirtækisins og fer yfir rekstur þess frá öllum hliðum; lán og fjármögnun, ávöxtun fjármuna, rafrænar lausnir, tryggingavernd, lífeyrismál og framtíðarsýn.

360° samtal er alltaf góð leið til að styrkja sambandið við bankann og kynnast betur þjónustuframboði hans. Enn fremur er það tilvalið tækifæri til að setjast niður og ákveða næstu skref í vaxtarskeiði fyrirtækja.

Velkomin í 360° samtal


Við styðjum við fyrirtæki þitt á öllum stigum

Landsbankinn leggur áherslu á að vera traustur samherji í fjármálum. Við leggjum okkur fram við að skilja þarfir viðskiptavina okkar og leitumst við að uppfylla þær með fjölbreyttu framboði af vörum og lausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Markmið Landsbankans með 360° samtali við fyrirtæki er að styrkja sambandið við eigendur og stjórnendur og færa þeim aukið virði.


Regluleg samtöl tryggja enn betri þjónustu

Gott viðskiptasamband byggir á gagnkvæmu trausti. Með því að eiga reglulega samtal við starfsfólk bankans og halda honum upplýstum um framtíðaráform félagsins, bæði til lengri og skemmri tíma, þá getur bankinn frekar haft frumkvæði að því að bjóða fyrirtækinu réttu lausnirnar hverju sinni.Viltu fá 360° samtal fyrir þitt fyrirtæki?

Það kostar ekkert að koma í 360° samtal. Hér að neðan getur þú óskað eftir
360° samtali fyrir þitt fyrirtæki. Fylltu út formið og viðskiptastjóri mun hafa samband við þig.