Fyrirtækjaþjónusta


Við erum til staðar til að leysa úr málum

Í ljósi aðstæðna og fjöldatakmarkana fer bankaþjónusta nú eingöngu fram í gegnum símann og netið. Þú getur pantað símtal hjá fyrirtækjaþjónustu okkar og við hringjum í þig á þeim tíma sem þér hentar.

Sérfræðiþekking á fjölbreyttum þörfum fyrirtækja

Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum.

Á höfuðborgarsvæðinu sinnir Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans málefnum minni og meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjamiðstöðin er í Borgartúni 33 í Reykjavík, 2. hæð

Utan höfuðborgarsvæðisins er þjónusta við minni og meðalstór fyrirtæki veitt í útibúum Landsbankans.


Hafðu samband

  • Fyrirtækjaþjónusta Landsbankans, sími 410 5000
  • Opið mánudaga til föstudaga kl. 9 til 16
  • Sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

 

Í Fyrirtækjaþjónustu Landsbankans geta stærstu fyrirtæki landsins jafnt sem þau smæstu treyst á viðamikla sérfræðiráðgjöf og greiðan aðgang að alhliða fjármálaþjónustu

Í netbanka fyrirtækja færðu yfirsýn yfir öll fjármál fyrirtækisins, við bjóðum einnig sértækar lausnir á borð við greinargóðar skýrslur um innheimtu, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup.

Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, fjármögnum tækjakost, veitum fjárfestingalán og aðstoðum við fjármögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins.

 

Sérhæfð þekking á atvinnugreinum

Hjá Landsbankanum starfa öflugir hópar sérfræðinga sem sérhæfa sig í að koma til móts við þarfir stærri fyrirtækja á mismunandi sviðum efnahagslífsins.Nýsköpun

Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Landsbankans aðstoðar fyrirtæki á öllum vaxtarskeiðum með alla almenna bankaþjónustu.

Séu nýsköpunar- og sprotafyrirtæki að stíga sín fyrstu skref og leita eftir upplýsingum um stuðning við nýsköpun bendum við á heimasíðu Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Impra veitir frumkvöðlum og smærri fyrirtækjum ýmiskonar upplýsingar og leiðsögn og má þar m.a. fá ráðgjöf varðandi mótun viðskiptahugmyndar og rekstur fyrirtækja.


Einn helsti bakhjarl Gulleggsins

Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu en Landsbankinn hefur lengi verið einn helsti bakhjarl hennar.

Keppnin er haldin er að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.

Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Gulleggið


Í samvinnu við Svanna - lánatryggingasjóð kvenna

Svanni - lánatryggingasjóður kvenna er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna og eru undir stjórn kvenna.

Svanni er í eigu velferðarráðuneytisins, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Markmið sjóðsins að styðja við bakið á konum sem eiga fyrirtæki, að stuðla að því að fleiri konur eigi fyrirtæki og að auka aðgengi þeirra að fjármagni. 

Fyrirtæki geta sótt um tryggingu fyrir lánsfjárhæð að hámarki 10 milljónir króna.

Svanni