Rekstrarlán

Landsbankinn býður ýmsar tegundir rekstrarlána til að mæta ólíkum þörfum fyrirtækja. Lánin eru skammtímalán til allt að 12 mánaða og eru ýmist í formi yfirdráttar eða reikningslánalínu með fyrirfram umsaminn lánstíma.

Yfirdráttarlán

 • Algengasta lánsfjármögnunin til skamms tíma
 • Einfalt lánsform
 • Hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum í rekstri
 • Lánstíminn er sveigjanlegur
 • Hægt að stýra greiðsluflæðinu í takt við þarfir hverju sinni
 • Vaxtakjör eru mismunandi eftir vaxtaflokkum
 • Engin stimpilgjöld eða lántökugjöld

Reikningslánalína

 • Frábrugðin yfirdráttarlánum að því leyti að þau eru til fyrirfram umsamins tíma
 • Lánstími getur verið frá einum degi í allt að 12 mánuði
 • Ætlað að jafna sveiflur í fjárþörf

Innlend kröfufjármögnun

 • Allt að 85% fjármögnun gegn veði í viðskiptakröfum
 • Hægt að greiða birgjum fyrr og ná hagstæðari innkaupum
 • Fullkomin yfirsýn yfir viðskiptakröfur í netbankanum
 • Stuðlar að betri nýtingu á fjármunum fyrirtækisins og eykur hagræðingu í rekstri

Nánar um innlenda kröfufjármögnun

Erlend kröfufjármögnun

 • Allt að 85% fjármögnun viðskiptakrafna á hendur erlendum aðilum.
 • Greiðslufallstrygging frá franska greiðslufallstryggingafélaginu Coface.
 • Losar um fjárbindingu fyrirtækja í erlendum viðskiptakröfum.
 • Auðveldar ákvörðun um sölu til erlendra aðila.

Nánar um erlenda kröfufjármögnun

Birgðafjármögnun

 • Fjármögnun gegn veði í birgðum, Lánsform getur verið í formi yfirdráttar eða reikningslánalínu
 • Fjármögnun miðað við tiltekið hlutfall af verðmæti birgða
 • Fjármögnun á framleiðslu og birgðarhaldi
 • Lánstími í allt að 12 mánuði

Afurðalán

 • Fjármögnun á framleiðslu og birgðahaldi í sjávarútvegi
 • Að jafnaði þarf að skila inn afurðaskýrslu mánaðarlega eða í hvert skipti sem lán er veitt
 • Algengt er að lánað sé 65% af kostnaðarverði afurða hverju sinni