Fjármögnun á markaði

Lykillinn að vel heppnaðri fjármögnun á skipulegum verðbréfamarkaði eru vönduð og skipulögð vinnubrögð og traust tengsl við fjárfesta. Landsbankinn hefur sterk tengsl við helstu fjárfesta á Íslandi og aðstoðar við verðbréfaútgáfu í formi skuldabréfa og hlutabréfa og skráningu þeirra í Kauphöll. Verðbréfaútgáfa hentar sem langtímafjármögnun fyrir stærri fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir.

Skuldabréfaútboð

Landsbankinn hefur verið leiðandi í útboðum á skráðum skuldabréfum síðastliðin ár.

 • Skuldabréfaútboð og skráning skuldabréfa í Kauphöll hentar vel sem fjármögnun fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir.
 • Skuldabréfaútgáfa er fjármögnun til lengri eða skemmri tíma á föstum vöxtum.
 • Landsbankinn sinnir allri vinnu vegna sölu og skráningu skuldabréfa í Kauphöll  svo sem:
  • Uppsetningu skilmála
  • Ráðgjöf varðandi verðmat
  • Ráðgjöf varðandi sölufyrirkomulag,
  • Umsjón með gerð skráningarlýsinga,  
  • Umsjón með kynningu og sölu á skuldabréfum,
  • Umsjón með öllum samskiptum við Verðbréfaskráningu, Kauphöll og eftir atvikum aðra eftirlitsaðila í tengslum við útgáfuna
  • Umsjón með gerð umsókna og annarra nauðsynlegra fylgigagna til Kauphallar vegna töku skuldabréfanna til viðskipta

Hlutabréfaútboð

Landsbankinn hefur áralanga reynslu í ráðgjöf og umsjón með hlutafjárútboðum og skráningu hlutafjár í Kauphöll.

 • Algengast er að um sé að ræða almenn útboð á nýju eða áður útgefnu hlutafé ífyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöll eða hyggja á slíka skráningu.
 • Einnig getur verið um að ræða öflun hlutafjár fyrir fyrirtæki sem ekki eru skráðí Kauphöll en þurfa á nýju hlutafé að halda.
 • Landsbankinn tekur að sér öll þau verkefni sem tengjast útboði á hlutafé og skráningu í Kauphöll svo sem:
  • Ráðgjöf varðandi útboðsfyrirkomulag
  • Ráðgjöf varðandi verðmat
  • Umsjón með gerð skráningarlýsinga og annarra nauðsynlegra gagna,
  • Umsjón með kynningu og sölu á hlutabréfum,
  • Umsjón með öllum samskiptum við Kauphöll, Fjármálaeftirlit og eftir atvikum aðra eftirlitsaðila
  • Umsjón með gerð umsókna og annarra nauðsynlegra fylgigagna til Kauphallar vegna skráningar.

Af hverju Landsbankinn?

Landsbankinn býr yfir sterkum innviðum sem styðja við alla þætti útboðs og skráningar

 • Landsbankinn hefur mikla reynslu af hlutafjárútboðum og skráningum félaga í Kauphöll.
 • Landsbankinn er með sterka stöðu í miðlun hlutabréfa og skuldabréfa í Kauphöll.
 • Landsbankinn stuðlar að góðri verðmyndun og seljanleika á markaði.
 • Landsbankinn býr yfir öllum nauðsynlegum kerfum og ferlum til að annast móttöku áskrifta,
  uppgjör og afhendingu í stórum hlutafjárútboðum.

Fyrirtækjaráðgjöf