Fjárfestingarlán

Landsbankinn býður upp á fjölbreyttar leiðir í langtímafjármögnun. Oftast er um að ræða fjármögnun á varanlegum eignum hjá fyrirtækjum s.s. fasteignum, skipum, innréttingum og vélum með langan endingartíma.

Almenn fjármögnun

 • Lán til fjármögnunar á varanlegum eignum með langan endingartíma svo semfasteignir, skip, innréttingar og vélar.
 • Lánstími ræðst af áætluðum líftíma þeirra eigna sem á að fjármagna.
 • Endurgreiðsluferli getur verið hefðbundið eða sniðið að þörfum þess verkefnis sem á að fjármagna.
 • Lán til lengri tíma en fimm ára geta verið verðtryggð eða óverðtryggð, með breytilegum vöxtum.
 • Lán til skemmri tíma en fimm ára miðast við breytilega óverðtryggða vexti.

Framkvæmdalán

 • Fjármögnun á framkvæmdum við íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði eða öðrum langtíma eignum.
 • Fylgst er með framvindu verksins á framkvæmdatíma og eru lán greidd út í áföngum í samræmi við framvindu.
 • Lánstími er oftast 12-24 mánuðir og hægt er að óska eftir langtímafjármögnun þegar framkvæmd lýkur.

Verkefnafjármögnun

 • Fjármögnun stærri verkefna þar sem litið er fyrst og fremst til sjóðstreymis verkefnisins til að að standa undir endurgreiðslu lánsins.
 • Lánstími og lánshlutfall fer eftir eðli verkefnisins hverju sinni

Sambankalán

 • Fjármögnun stærri verkefna þar sem þörf er á fleiri en einum lánveitanda
 • Lántaki semur við Landsbankann um að leiða viðkomandi fjármögnun