Viðbótarlán

Við komum til móts við fyrirtæki sem leita til okkar vegna óvæntra aðstæðna.

Viðbótarlán

Viðbótarlán eru ætluð fyrirtækjum sem standa frammi fyrir tímabundnum vanda vegna heimsfaraldursins. Úrræðinu er ætlað að liðka fyrir aðgengi þessara fyrirtækja að lausu fé og draga þannig úr áhrifum faraldursins á atvinnulíf og atvinnustig.

Til að eiga kost á viðbótarláni þurfa fyrirtæki að uppfylla ákveðin grunnskilyrði:

  • Tekjutap er verulegt og ófyrirséð og nemur að lágmarki 40%
  • Tekjutapið er beint eða óbeint af völdum heimsfaraldurs kórónaveiru
  • Launakostnaður er að minnsta kosti 25% af heildarútgjöldum síðasta árs
  • Fyrirtækið er með skattskyldu á Íslandi

Lán til hvers fyrirtækis getur að hámarki numið tvöföldum árslaunakostnaði árið 2019 en þó að hámarki 1.200 milljónir króna.

Við bendum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að sækja um viðbótarlán að hafa samband við tengilið sinn hjá bankanum.

Á vef island.is má finna upplýsingar um viðbótarlán.

Hafðu samband