Tímabundinn greiðslufrestur

Við komum til móts við fyrirtæki sem leita til okkar vegna óvæntra aðstæðna.

Samkomulag um tímabundna greiðslufresti fyrirtækja

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði. Frestun greiðslna samkvæmt samkomulaginu getur þó ekki varað lengur en til ársloka 2020.

Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir hraðri og samræmdri úrlausn mála og stuðla að jafnræði milli lánveitenda og fyrirtækja. Samkomulagið var upphaflega í gildi til loka júní 2020 en nú hefur gildistími þess verið framlengdur til 30. september 2020.

Aðilar samkomulagsins eru Landsbankinn, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir. Umsókn um frestun greiðslna skal senda til aðalviðskiptabanka viðkomandi fyrirtækis.

Nánar um samkomulagið

Hafðu samband


Samkomulagið felur m.a. eftirfarandi í sér:

  • Fyrirtæki getur sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánaða hjá sínum aðalviðskiptabanka eða sparisjóði sem leggur mat á hvort fyrirtæki uppfylli viðmið samkomulagsins.
  • Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja en ekki til eignarhaldsfélaga.
  • Rekstur fyrirtækja sem falla undir viðmið samkomulagsins þarf að hafa verið heilbrigður en orðið fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda, fyrirtækið skal ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar 2020 og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.

Dæmi um frestun – töludæmi

Dæmi um fyrirtæki sem fær frestun afborgana og vaxta í fjóra mánuði:

  • Fyrirtæki skuldar 120 m.kr. til 20 ára með 6% óverðtryggðum vöxtum.
  • Mánaðarleg greiðsla af höfuðstól er 500 þ.kr (120 m.kr. / 240 mánuðum).
  • Mánaðarleg greiðsla vaxta er 600 þ.kr. (120 m.kr. * 0,06 / 12 mánuðum).
  • Mánaðarleg greiðsla höfuðstóls og vaxta er því alls 1,100 þ.kr.
  • Frestun afborgana og vaxta í 4 mánuði samsvarar því 4,400 þ.kr. Sú fjárhæð leggst við höfuðstól og lánið lengist um 4 mánuði.
  • Eftir fjóra mánuði hefjast greiðslur aftur og lánstími er þá aftur orðinn 20 ár.
  • Höfuðstóllinn hefur þá hækkað um sem samsvarar vöxtum á tímabilinu (2,4 m.kr.) og verður þá um 122,4 m.kr.