Vaxtareikningur 30

Stighækkandi ávöxtun eftir innstæðu

Vaxtareikningur 30 er óverðtryggður innlánsreikningur og ber stighækkandi vexti eftir innstæðu.

Öll innstæða reikningsins er bundin án endadagsetningar. Úttekt er laus til greiðslu 31 degi eftir að hún er pöntuð, 30 dagar þurfa því að líða á milli pöntunardags og útborgunardags. Við pöntun úttektar tilgreinir viðskiptavinur ráðstöfunarreikning. Ráðstöfunarreikningur verður að vera í Landsbanka og í eigu sama viðskiptavinar og reikningurinn sem verið er að panta úttekt af.

Vaxtareikningur 30 er kjörinn fyrir þá sem hafa svigrúm til að bíða eftir útborgun í 30 daga eftir að beiðni um úttekt hefur verið gerð.

Hægt er að stofna Vaxtareikning 30 í netbanka einstaklinga.

Vaxtareikningur 30 ber stighækkandi vexti eftir innstæðu

 
Þrep Upphæð Vextir gr. árlega
Fyrsta þrep 0 - 999.999 0,50%
Annað þrep 1.000.000 - 4.999.999 0,60%
Þriðja þrep 5.000.000 - 19.999.999 0,70%
Fjórða þrep 20.000.000 - 59.999.999 0,80%
Fimmta þrep Yfir 60.000.000 0,90%

Helstu kostir Vaxtareiknings 30

  • Stighækkandi vextir eftir innstæðu (sjá töflu hér að ofan).
  • Engin lágmarksinnstæða.
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
  • Hentar þeim sem hafa tök á að ráðstafa innstæðum með 31 dags fyrirvara.

Reikna sparnað

Skilmálar Vaxtareiknings 30