Sparireikningur í erlendri mynt

Ávöxtun í erlendum gjaldmiðlum

Sparireikningar í erlendri mynt eru reikningar fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í erlendum gjaldmiðlum. Reikningarnir henta þeim sem eru með viðskipti í erlendri mynt og geta tekið áhættu vegna gengissveiflna.


Um tvo valkosti er að ræða

  • Óbundna reikninga, en þá er féð alltaf laust til útborgunar.
  • Bundna reikninga til 3 mánaða eða 6 mánaða, en þeir reikningar bera að jafnaði hærri vexti en óbundnir reikningar.

Innstæða á bundnum sparireikningum binst í umsaminn binditíma. Sérhver innborgun er laus í einn mánuð að loknum binditíma en binst síðan aftur í umsaminn binditíma.

Skilmálar Sparireikninga í erlendri mynt