Erlend innheimta

Aðstoð við innheimtu erlendis

Við sölu á vöru og/eða þjónustu milli landa geta seljendur nýtt sér þjónustu Landsbankans við að innheimta söluandvirði vörunnar/þjónustunnar í formi skjalainnheimta (Documentary Collections).

Seljandi sendir þá flutningsskjöl til Landsbankans, annað hvort sjálfur eða felur sínum viðskiptabanka að gera það. Viðskiptabanki kaupanda má þá aðeins afhenda kaupanda skjölin gegn greiðslu eða samþykki á víxli, allt eftir fyrirmælum seljanda.

Kostir erlendra innheimta

Hentar vel í þeim tilfellum þar sem ekki er komin nægjanleg reynsla á viðskiptasambandið og fullkomið traust á milli aðila er ekki fyrir hendi. Seljandi getur verið viss um að skjöl, þar á meðal farmskjöl, eru ekki afhent kaupanda nema gegn greiðslu á andvirði þess selda eða samþykki á víxli, allt eftir samningum á milli kaupanda og seljanda.

Fyrir hverja er þjónustan?

Alla þá sem stunda inn- og/eða útflutning á vöru eða þjónustu.


Hvernig á að bera sig að?

Innflutningur

Flutningsskjöl berast bankanum frá útlöndum, annað hvort frá banka eða beint frá seljanda. Með sendingunni fylgir fyrirmælabréf um hvernig skuli meðhöndla skjölin og hvernig ráðstafa á greiðslunni. 

Ef innheimta berst frá seljanda, þá er nauðsynlegt að fram komi nákvæmar upplýsingar um reikning/IBAN og viðskiptabanka viðtakanda + SWIFT.

Útflutningur

Bankinn tekur að sér fyrir hönd viðskiptavinar/seljanda að innheimta hjá kaupanda andvirði útfluttra vörusendinga. Þá afhendir seljandi bankanum reikninga sem innheimta á, ásamt öðrum skjölum sem hann vill láta fylgja með til erlenda bankans. Auk reiknings (invoice) eru það yfirleitt farmskjöl og t.d. gæðavottorð, EUR 1 og heilbrigðisvottorð.

Fyrirmælabréf fylgir frá viðskiptavini, þar sem hann gefur upp með hvaða hætti eigi að meðhöndla innheimtuna og hverjir séu skilmálar um afhendingu skjalanna. 

Hvorki fjármögnun né fyrirframgreiðsla fylgir venjulegum skjalainnheimtum.