Hvað kost­ar að taka skamm­tíma­lán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Skipulagning framkvæmda
6. desember 2022

ÁHK segir hvað lánin kosta í raun og veru

Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vaxtaprósentuna eina og sér. Besti samanburðurinn fæst með því að skoða árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) sem felur í sér allan kostnað vegna lántökunnar (s.s. lántökugjald, seðilgjald og greiðslugjald). Heildarkostnaðurinn við lánið er síðan umreiknaður í ársávöxtun (eða ársvexti).

ÁHK er í raun verðmiðinn á láni og segir til um hversu dýrt er að taka það. Mjög miklu getur munað á ólíkum lánum og það borgar sig að gefa sér tíma til að skoða hvað mismunandi lán kosta.

Yfirdráttarlán eða skammtímalán?

Einfaldasta leiðin til að taka skammtímalán hjá Landsbankanum er með því að sækja um yfirdrátt eða Aukalán. Hægt er að fá Aukalán í Landsbankaappinu með skjótum og einföldum hætti. Í appinu sérðu strax hvað þér býðst hátt lán og á hvaða kjörum.

Yfirdráttarlán til einstaklinga bera yfirleitt ekki neinn kostnað annan en vextina sem eru reiknaðir mánaðalega og því er ÁHK aðeins lítillega hærri en vextirnir sjálfir.

Skammtímalán eru yfirleitt innheimt með mánaðarlegum greiðsluseðlum. Það er á hinn bóginn undir lántakanum sjálfum komið hversu hratt hann greiðir yfirdráttinn niður. Í Landsbankaappinu og í netbanka Landsbankans er hægt að sækja um yfirdráttarheimild, hækka, lækka, framlengja og segja upp heimildinni. Helstu kostirnir við yfirdráttarlán eru að þau eru sveigjanlegri og án annars kostnaðar en vaxta. Hægt er að greiða inn á yfirdráttinn hvenær sem er. Peningur sem staldrar stutt við á innlánsreikningum fer líka til að lækka yfirdráttinn tímabundið og þar með lækkar vaxtakostnaður yfirdráttarlánsins.

Getur verið gott að sameina skammtímaskuldir í eitt lán

Það er þó vissulega dýrt að vera með yfirdrátt, sérstaklega ef lántakinn gætir ekki að því að greiða hann reglulega niður, líkt og hann hefði tekið lán með reglulegum afborgunum. Það er misjafnt hversu agaðir lántakar eru við niðurgreiðslu yfirdráttar. Ef fólk greiðir ekki reglulega inn á yfirdráttinn getur verið betra að taka annars konar lán – t.d. Aukalán – með reglulegum gjalddögum.

Það getur því verið góður kostur að taka t.d. Aukalán Landsbankans og nýta það til að greiða upp yfirdráttinn. Aukalán er skammtímalán án veðs sem endurgreiðist með jöfnum greiðslum. Boðið er upp á lán frá þremur mánuðum til fimm ára. Vextir ráðast af lánshæfi lántaka og ef lánið er tekið í Landsbankaappinu er ekkert lántökugjald, það leggst aðeins við lægsta tilkynninga- og greiðslugjald á hverjum gjalddaga, sem er nú 140 kr. Vextir geta verið hagstæðari en á yfirdrættinum og ÁHK er svipuð. Einnig getur verið gott að sameina allar skammtímaskuldir í eitt Aukalán og greiða það reglulega niður. Það má greiða inn á Aukalán eða greiða það upp hvenær sem er, án kostnaðar.

Það er að mörgu að huga og sem fyrr segir mælum við með að bera saman kjörin áður en skammtímalán er tekið.

Fræðslugreinin birtist fyrst á Umræðunni 18. september 2018 og var uppfærð 6. desember 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafarholt
1. júní 2023

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
31. maí 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023

Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum

Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023

Hvað á að gera við fermingarpeninginn?

Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Íbúðahús
9. nóv. 2022

Hvernig virka verðtryggð lán?

Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur