Söguganga um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni
Við bjóðum upp á tvær sögugöngur um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni, arkitekt, fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2022.
Pétur H. Ármannsson er arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í sagnfræði arkitektúrs. Hann hefur m.a. skrifað bækur um Guðjón Samúelsson, sem teiknaði Austurstræti 11 og Gunnlaug Halldórsson sem teiknaði viðbygginguna.
Landsbankinn á sér ríka sögu og djúpar rætur í miðborg Reykjavíkur. Hann hóf starfsemi í Bankastræti árið 1886 en flutti í Austurstræti 11 árið 1898. Fyrra Landsbankahúsið í Austurstræti brann í miðbæjarbrunanum árið 1915 en endurbyggingu lauk árið 1924.
Ítarleg grein um byggingarsögu bankans í miðborginni eftir Pétur er á vef bankans
Skráningu lokið
Það er greinilega mikill áhugi á sögu Austurstrætis 11 því nú er orðið fullt í báðar göngurnar á sunnudaginn.