Nýtt útlit á innskráningarsíðu netbanka
Í dag, 17. febrúar, gerum við breytingar á innskráningarsíðu netbanka í þeim tilgangi að auka öryggi enn frekar. Útlit síðunnar breytist og verður eins og sést á myndinni. Við vekjum athygli á því að slóðin á nýju innskráningarsíðuna hefst á „authnext.landsbankinn.is“ en auth stendur fyrir authorization (heimild).
Við minnum á Landsbankaappið og hvetjum þig til að sækja rafræn skilríki ef þú ert ekki þegar með þau. Rafræn skilríki gera viðskipti á netinu einfaldari og öruggari og þú getur pantað tíma hjá okkur til að virkja þau.