Fréttir

05. nóvember 2020 13:26

Yfirtökutilboð til hluthafa Eimskipafélags Íslands hf.

Samherji Holding ehf. gerir hluthöfum Eimskipafélags Íslands hf. tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 175 kr. fyrir hlut.

Þann 21. október sl. fór atkvæðisréttur Samherja Holding ehf. í Eimskipafélagi Íslands hf. yfir 30% sem gerir það að verkum að Samherja Holding er skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð, þ.e. að bjóðast til að kaupa hlut þeirra í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti („vvl“).

Samherji Holding mun leggja fram yfirtökutilboð, í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla vvl., með þeim skilmálum og skilyrðum sem fram koma í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett verður og birt þann 10. nóvember nk.

Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 09.00 þann 10. nóvember 2020 til kl. 17.00 þann 8. desember 2020.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. og Beljandi ehf. eru umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins fyrir hönd Samherja Holding.

Nánari upplýsingar

04. desember 2020 13:37

Jólin koma – með Gunna og Felix

Félagarnir Gunni og Felix bjóða börnum á öllum aldri á skemmtilega jólasýningu á Facebook-síðu Landsbankans, sunnudaginn 6. desember kl. 14.00.


Nánar

04. desember 2020 13:00

Landsbankahúsið við Pólgötu á Ísafirði til sölu

Hús Landsbankans við Pólgötu 1 á Ísafirði verður auglýst til sölu um helgina. Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins.


Nánar

04. desember 2020 12:20

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Evran lækkaði um 3,2% og Bandaríkjadalur um 5,6% gagnvart krónunni í nóvember. Velta á gjaldeyrismarkaði í nóvember var 32,5 ma.kr. (201 m.evra). Hlutdeild Seðlabankans var 43%


Nánar

Skráðu þig á póstlista