Fréttir

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

HEIMA fékk Gulleggið í ár
Sigurvegarar Gulleggsins 2020.

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.

Í öðru sæti var Hemp Pack en með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í náttúrunni.

Í þriðja sæti var Frosti sem framleiðir íslenskar skyrflögur. Þær eru laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu. Sannkölluð víkingafæða með nýstárlegri viðbót.

Á vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlauna hugmyndirnar og þær tíu stigahæstu.

Á Umræðu Landsbankans er hægt að fræðast nánar um Gulleggið í áhugaverðu viðtali við Edit Ómarsdóttur, verkefnastjóra Icelandic Startups

Um Gulleggið

Icelandic Startups stendur árlega fyrir Gullegginu en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Í ár bárust um 170 hugmyndir í keppnina og á bak við þær stóðu um 300 manns. Þátttakendur hafa undanfarna mánuði sótt námskeið og fengið þjálfun í mótun viðskiptahugmynda.

Gulleggið fór fyrst fram árið 2008 og hafa fjölmörg starfandi fyrirtæki stigið sín fyrstu skref í keppninni og má þar m.a. nefna Meniga, Controlant, Clara, Karolina Fund, Videntifier, Solid Clouds o.fl. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

04. desember 2020 13:37

Jólin koma – með Gunna og Felix

Félagarnir Gunni og Felix bjóða börnum á öllum aldri á skemmtilega jólasýningu á Facebook-síðu Landsbankans, sunnudaginn 6. desember kl. 14.00.


Nánar

04. desember 2020 13:00

Landsbankahúsið við Pólgötu á Ísafirði til sölu

Hús Landsbankans við Pólgötu 1 á Ísafirði verður auglýst til sölu um helgina. Húsið, sem var reist á árunum 1956-1958, setur sterkan svip á umhverfi sitt og er almennt talið eitt af fallegustu húsum miðbæjarins.


Nánar

04. desember 2020 12:20

Hagsjá: Mánaðaryfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn

Evran lækkaði um 3,2% og Bandaríkjadalur um 5,6% gagnvart krónunni í nóvember. Velta á gjaldeyrismarkaði í nóvember var 32,5 ma.kr. (201 m.evra). Hlutdeild Seðlabankans var 43%


Nánar

Skráðu þig á póstlista