Fréttir

17. september 2020 13:28

Reyna að nýta sér stolin kortanúmer - varist svikapósta

Undanfarið hefur verið töluvert um tilraunir til að blekkja fólk með trúverðugum skilaboðum í tölvupósti eða smáskilaboðum sem eru látin líta út eins og þau séu frá íslenskum fyrirtækjum. Ekki svara slíkum skilaboðum, ekki smella á hlekki og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða lykilorð.

Valitor varaði þann 16. september 2020 við svikapóstum í nafni Póstsins. Í honum var fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið var inn á falska greiðslusíðu sem var merkt Valitor.

Dæmi eru um að svikahrappar nýti sér kortaupplýsingarnar sem hafa fengið með þessum hætti og þurfa korthafar því að vera á varðbergi. Meðal þeirra leiða sem reynd eru við svikin er að skrá kortaupplýsingarnar í Apple Pay og ekki er ólíklegt að einnig verði reynt að skrá þær í aðrar greiðsluleiðir, s.s. Garmin Pay og Fitbit Pay. Fáir þú óvænt tilkynningu um að kortið þitt hafi verið skráð í Apple Pay, eða það skráð með öðrum hætti án þinnar vitundar, skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.

Á Umræðunni eru leiðbeiningar um hvernig má þekkja og varast netsvikum.

Varist skilaboðasvik

Fréttin hefur verið uppfærð

20. október 2020 08:00

Hagspá Landsbankans 2020-2023: Veruleg viðspyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.


Nánar

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.


Nánar

19. október 2020 07:59

Vikubyrjun 19. október 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista